Fundir og ráðstefnur á Hótel Eldhestum

Bjóddu hópnum þínum upp á einstaka heildarupplifun í nálægð við náttúruna!

Við bjóðum frábæra ráðstefnu- og fundaraðstöðu fyrir hópa í nýjum og endurbættum ráðstefnusal sem tekur um 30 manns í sæti með borði og allt að 65 manns fyrir sýningar eða fyrirlestur. Allur nútíma tæknibúnaður er á staðnum; skjávarpi, flettitöflur, flatskjár, myndvarpi o.s.frv.

  • Hótel Elhestar er staðsett í fallegu umhverfi í aðeins 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.
  • Salurinn er bjartur með stórum gluggum og góðum gluggatjöldum.
  • Salurinn hentar vel fyrir stjórnarfundi og minna ráðstefnur.
  • Það er hægt að opna milli fundasalar og borðsalar sem hentar vel í veisluhöld fyrir allt að 100 manns.
  • Hótel Eldhestar hefur verið vinsæll staður fyrir fermingarveislur.
  • Það er boðið er upp á fjölbreyttar veitingar og gistingu í 26 tveggja manna herbergjum með baði.
  • Við bjoðum upp á sértilboð í gistingu fyrir funda- og ráðstefnugesti.
  • Það er hægt að skipuleggja hestaferðir sérsniðnar að hópnum.

Ef þú þarfst aðstóð við að skipuleggja fund eða ráðstefnu hafðu samband við okkur  –
og við svörum með ánægju.

info@eldhestar.is 

+354 / 480 4800