Ferð 5b – Fyrir neðan fjöllin: 5-6 klst

Þessari ferð er ætlað að gefa fólki kost á að upplifa fjallahringinn sem umlykur Ölfusið að austan, norðan og vestanverðu. Farið er suður Ölfusengjar og niður að Ölfusárbökkum. Þaðan er farið norður og Gljúfurá fylgt að hluta áður en við komum að Ingólfsfjalli. Þaðan er útsýnið mjög gott yfir Ölfusið. Ferðinni lýkur með að fylgja gömlu þjóðleiðinni frá Ingólfsfjalli að Reykjafjalli, áður en ferðinni lýkur að Völlum.

5 klst hestaferð -18 km. Nesti innifalið. Sótt á hótel í Reykjavík kl. 8.00-8.30. Komið aftur til Reykjavíkur um kl. 17:30

* Vinsamlega athugið að við getum breytt ferðum ef veður leyfir okkur ekki að fara þessa leið.

BÓKAÐU FERÐ

Loading...