Járningarnámskeið verður haldið dagana 1. og 2. Apríl að Völlum í Ölfusi í reiðhöll Eldhesta. Kennari verður Daniel Van Der Blij. Daniel hefur verið starfandi járningarmaður í mörg ár, ásamt að kenna járningar m.a. við Landbúnaðarskólann í Strömsholm. Einnig starfað á dýraspítölum með hesta sem sérgrein. Daniel hefur starfað við járningar á Íslandi í mörg sumur. Hann var valinn járningarmaður ársins í Svíþjóð árið 2013. Kennslan fer fram á ensku. The Horseshoeing clinic will take place in Eldhestar’s riding hall at Vellir in Ölfus. Instructor will be Daniel Van Der Blij, teaching language English. Please contact us for further information! Hvort námskeið stendur yfir í einn dag. Dagskrá: Laugardagur 1. apríl – byrjendanámskeið Kl. 08.15 – 09:45. Stutt almenn kynning og fræðileg framsetning. Kl. 10:00. Sýnikennsla og í beinu framhaldi járna þátttakendur undir leiðsögn Kl. 12:00 – 13:00. Léttur hádegisverður á Hótel Eldhestum. Kl.13:00-15:45. Járning undir leiðsögn og lítil keppni í lok námskeiðs. Kl. 16:00 – 16:30. Samantekt og spurningum þáttakenda svarað Dagskrá: Sunnudagur 2. apríl – framhaldsnámskeið Kl. 08.15 – 09:45. Stutt almenn kynning og fræðileg framsetning. Kl. 10:00. Sýnikennsla og í beinu framhaldi járna þátttakendur undir leiðsögn Kl. 12:00 – 13:00. Léttur hádegisverður á Hótel Eldhestum. Kl.13:00-15:45. Járning undir leiðsögn og endað með keppni. Kl. 16:00 – 16:30. Samantekt og spurningum þáttakenda svarað Verð: 10.000.- per dag. Innifalið: Námskeið, léttur hádegisverður og aðgangur að kaffi allan daginn
We hope you had a good start of the year. Winter is in full swing here in Iceland and it is a true winter wonderland at Eldhestar and it’s surroundings....